„Ef allt gengur vel getur Gylfi Þór Sigurðsson innan tíðar kallað sig leikmann Lyngby,“ segir á heimasíðu félagsins.
Gylfi hefur verið í Danmörku síðustu daga en segir á vef Lyngby að Gylfi sé í góðu líkamlegu formi.
Segir á vef Lyngby að hann sé að klára endurhæfinguna og sé að verða klár. Gylfi hefur ekki spilað í tvö ár.
„Við höfum rætt við Gylfa í fjórtán daga, Gylfi hefur áhuga á því að verða leikmaður Lyngby. Það er munnlegt samkomulag í höfn en það er mikið sem þarf að klára. Við verðum að sjá líkamlegt ástand hans eftir langa fjarveru. Það tekur tíma að klára þetta,“ segir Nicas Kjeldsen yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby.
„Það er skrýtið að við tjáum okkur um svona, við heyrum bara frá fjölmiðlum, stuðningsmönnum og styrktaraðilum að þetta fær mikinn meðbyr og jákvæð viðbrögð. Við erum ánægðir með það.“
„Það er ekkert klárt en það er allt í gangi en fólk þarf að bíða aðeins lengur.“
Gylfi er að verða 34 ára gamall og hefur ekki spilað í tvö ár en Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby.