Leeds hefur áhuga á Nadiem Amiri, leikmanni Bayer Leverkusen og hefur félagið lagt fram tilboð. Fabrizio Romano segir frá.
Um er að ræða 26 ára gamlan miðjumann en Daniel Farke, stjóri Leeds, er mikill aðdáandi kappans.
Talið er að það verði ekki vandræði fyrir félögin tvö að ná samkomulagi en Amiri þarf að ákveða hvort hann vilji taka slaginn með Leeds í ensku B-deildinni, en liðið féll úr deild þeirra bestu í vor.
Amiri hefur verið á mála hjá Leverkusen síðan 2019 en hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir hönd Þýskalands.