Manchester City hefur staðfest kaup sín á belgíska landsliðsmanninum, Jeremy Doku frá Rennes í Frakklandi.
Doku gerir fimm ára samning við City en kantmaðurinn knái er 21 árs gamall.
Honum er ætlað að fylla skarð Riyad Mahrez sem ákvað að fara í sumar og skella sér til Sádí Arabíu.
Doku er 21 árs gamall kantmaður, er hann þriðji leikmaðurinn sem Englands og Evrópumeistararnir kaupa í sumar. Áður hafði félagið fengið Mateo Kovacic og Josko Gvardiol til félagsins.
Doku hefur spilað 14 landsleiki fyrir Belgíu en hann getur leikið á báðum köntunum.
Welcome to City, @JeremyDoku! 🙌 pic.twitter.com/hSEbehFDz9
— Manchester City (@ManCity) August 24, 2023