Valur hefur selt hinn unga og efnilega Kristófer Jónsson til Triestina í ítölsku C-deildinni.
Kristófer er miðjumaður sem kom til Vals snemma árs 2021 frá Haukum, en hann er uppalinn hjá Hafnarfjarðarliðinu.
Kappinn lék hins vegar í tvö ár á láni hjá Venezia og sneri aftur til Vals í sumar. Hann lék einn leik í Bestu deildinni en er nú farinn til Ítalíu á ný.