Sheffield United er nálægt því að kaupa Cameron Archer frá Aston Villa.
Um er að ræða 21 árs gamlan sóknarmann sem hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Villa og mikið lánaður út.
Nýliðar Sheffield United eru hins vegar að kaupa hann á 18,5 milljónir punda. Kaupsamningur félaganna mun innihalda kaupmöguleika fyrir Villa á ný.
Sheffield United hefur tapað báðum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni til þessa og eru ekki miklar vonir bundnar við liðið. Archer, sem skoraði 11 mörk í 20 leikjum með Middlesbrough á láni á síðustu leiktíð, gæti hins vegar reynst þeim mikilvægur.