West Ham nálgast samkomulag við Ajax um kaupin á Mohammed Kudus. The Athletic segir frá.
Hamarnir hafa lagt fram 35 milljóna punda tilboð en upphæðin gæti hækkað í um 37,5 milljónir punda. Það er búist við því að Ajax samþykki tilboðið.
Kudus hefur sjálfur samið við West Ham um fimm ára samning.
Kudus er sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur skorað 16 mörk í 63 leikjum með Ajax.
Hann var einnig eftirsóttur af Brighton og Chelsea í sumar en er á leið til West Ham.