Konstantinos Mavropanos er að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en hann gengur í raðir West Ham.
Gríski landsliðsmiðvörðurinn er á mála hjá Stuttgart í Þýskalandi. Hamrarnir kaupa hann á 20 milljónir evra en upphæðin getur hækkað í 25 milljónir.
Mavropanos hefur verið á mála hjá Stuttgart í fimm ár en hann var áður hjá Arsenal, þar sem hann spilaði þó aldrei stórt hlutverk.
Kappinn er búinn að gangast undir læknisskoðun og ættu skiptin því að verða staðfest von bráðar.
West Ham er með 4 stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liðið gerði jafntefli við Bournemouth og vann Chelsea svo 3-1.