Stjórn KSÍ hefur ekki fundað í rúma tvo mánuði en búið er að boða til fundar á fimmtudag þegar stjórnin snýr til baka úr sumarfríi.
Landsliðsmálin verða á dagskrá en frá síðasta fundi hefur kvennalandsliðið leikið leiki þar sem gengið var ekki gott.
Fjármál sambandsins verða til umræðu og þá verða fleiri mál á dagskrá.
Mál sem verða til umræðu:
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Fundargerðnefnda og fréttir frá ÍTF
3. Landsliðsmál
4. Mótamál
5. Lög og reglugerðir
6. verkefni milli funda
7. Fjármál
8. Önnur mál