Real Madrid er að undirbúa 103 milljóna punda tilboð í Kylian Mbappe og vonast til að fá hann á næstu dögum.
Samningur Mbappe við PSG rennur út eftir eitt ár en vonir standa til um að hann framlengi dvöl sína þar.
Draumur Mbappe er að fara til Real Madrid og tilboðið frá Real Madrid gæti freistað forráðamanna PSG.
Mbappe er einn fremsti knattspyrnumaður í heimi en hann er byrjaður að æfa og spila með PSG á nýjan leik eftir erfitt samstarf í sumar.
Mbappe hafnaði samningi frá félagi í Sádí Arabíu og vill bara fara til Real Madrid ef hann fer frá PSG í sumar.