Inter Milan er að ganga frá kaupum á Benjamin Pavard frá FC Bayern en frá þessu segir La Gazzetta dello Sport.
Inter hefur verið að eltast við Pavard síðustu vikur en hann hefur viljað fara frá Bayern í sumar.
Manchester United sýndi Pavard áhuga í sumar en Harry Maguire neitar að fara og þá getur United ekki fest kaup á honum.
Pavard er franskru landsliðsmaður en Inter borgar um 27 milljónir punda fyrir Pavard.
Pavard er sagður mjög nálægt því að skrifa undir en félögin er að klára viðræður sín á milli.