Crystal Palace leiðir kapphlaupið um Dean Henderson, markvörð Manchester United.
Henderson er varaskeifa hjá United og vill fara þangað sem hann er aðalmarkvörður. Andre Onana var keyptur í rammann í sumar frá Inter.
Hann var hjá Nottingham Forest á láni á síðustu leiktíð og vill félagið fá hann aftur en Palace er hins vegar líklegra til að hreppa hann um þessar mundir.
Grikkinn Odisseas Vlachodimos hjá Benfica er líklegur til að leysa Henderson af.
Talið er líklegt að hann sé á förum frá Benfica en fer aðeins til United ef félagið losar Henderson.
Það myndi þá koma í hlut Vlachodimos að veita Onana samkeppni.