Um er að ræða útsvar hvers og eins og eru mánaðarlaun reiknuð út frá því. Upphæðirnar þurfa því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi og til að mynda er sleppt skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Gögnin eru opinber fyrir fjölmiðla hjá Skattinum þessa dagana.
Ólafur gegndi stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki frá því snemma árs 2022 og allt þar til fyrir helgi þegar samningi hans var sagt upp. Ólafur þénaði um 937 þúsund krónur á mánuði í fyrra.
Hann er nokkuð á undan Davíð Þór Viðarssyni, sem gegnir stöðunni hjá FH og enn lengra á undan Kára Árnasyni, sem starfar fyrir Víking Reykjavík.
Yfirmenn knattspyrnumála – Mánaðarlaun
Ólafur Helgi Kristjánsson – 937,445
Davíð Þór Viðarsson – 751,665
Kári Árnason – 514,361