Harry Kane, leikmaður Bayern Munchen, náði ekki að kveðja liðsfélaga sína almennilega fyrir brottför til Þýskalands.
The Athletic greinir frá en Bayern náði samkomulagi við Tottenham mjög snögglega og var Kane búinn að samþykkja kaup og kjör.
Hann þurfti að fljúga til Þýskalands um leið og var ekki í London til að kveðja félaga sína til margra ára.
Það eina sem Kane gerði var að senda kveðju á WhatsApp hóp Tottenham þar sem leikmenn liðsins eru duglegir halda sambandi.
Einkaflugvél flaug með Kane til Munchen á föstudaginn og var hann staðfestur sem leikmaður Bayern skömmu seinna.