Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr, fær falleinkunn fyrir frammistöðu sína gegn Al-Taewon í gær.
Um var að ræða annan deildarleik Al-Nassr í Sádi Arabíu og tapaðist hann 2-0 á heimavelli.
Margir miðlar fjalla um frammistöðu Ronaldo en hann var alls ekki heillandi og fær til að mynda 6,4 í einkunn frá WhoScored.
Al-Nassr byrjar virkilega illa í deildinni og tapaði fyrsta leik sínum 2-1 á útivelli gegn Al-Ettifaw.
Ronaldo byrjaði tapleikinn í gær en með honum í byrjunarliðinu voru Marcelo Brozovic sem átti góðan leik sem og Sadio Mane sem stóðst ekki væntingar.
Al-Nassr átti 24 skot að marki en boltinn fór aðeins fimm sinnum á rammann sem eru vonbrigði.