Fulham er búið að selja framherjann öfluga Aleksandrar Mitrovic og er hann kominn til Sádi Arabíu.
Þetta var staðfest í kvöld en Al Hilal þar í landi hefur reynt að fá Mitrovic í allt sumar.
Útlit var fyrir að Fulham ætlaði að halda markahrók sínum en þurfti að lokum að samþykkja 50 milljóna punda tilboð.
Mitrovic spilaði fyrsta deildarleik Fulham á tímabilinu en kom ekki við sögu í tapi gegn Brentford í dag.
Hann vildi sjálfur gera allt til að komast í Al Hilal og var mikil pressa á hans félagi að selja.