Inter lagði í gær fram 25 milljóna evra tilboð í Benjamin Pavard.
Pavard er á mála hjá Bayern Munchen og á ár eftir af samningi sínum. Hann vill hins vegar ólmur fara þaðan.
Varnarmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en það er ekki víst að félagið geti fengið hann þar sem það tekst ekki að losa Harry Maguire á móti. Pavard gæti því reynst of dýr.
Svo virðist sem Pavard sé til í að fara hvað sem það kostar og ætti Inter því að vera möguleiki.
Bayern gæti þó beðið um hærri upphæð.
Í gær var því velt upp að Arsenal gæti boðið í leikmanninn til að leysa Jurrien Timber af, en Hollendingurinn meiddist illa á dögunum.