Tyler Adams er að skrifa undir hjá Bournemouth en hann kemur til félagsins frá Leeds, er hann fyrirliði Bandaríkjanna.
Adams var á leið til Chelsea í síðustu viku og hafði gengist undir læknisskoðun þegar félagið hætti við.
Chelsea hafði þá náð samkomulagi um kaup á Moises Caicedo og var við það að fá Romeo Lavia sem kom í dag.
20 milljóna punda klásúla var í samningi Adams við Leeds eftir að félagið féll úrensku úrvalsdeildinni.
Adams kom til Leeds fyrir ári síðan fyrir þessa sömu upphæð frá RB Leipzig og lék 24 leiki fyrir Leeds í ensku úrvalsdeildinni.