David Beckham hefur nú fengið á baukinn frá einhverjum fyrir kveðju sína til stuðnings enska kvennalandsliðinu sem er komið í úrslitaleik HM.
Enska liðið, sem er ríkjandi Evrópumeistari, mætir Spáni í úrslitaleiknum á sunnudagsmorgun.
„Stelpur, mig langaði bara að segja vá. Þvílíkt mót hjá ykkur hingað til,“ sagði Beckham meðal annars í kveðju sinni.
„Það hefur verið svo gaman að horfa á ykkur og við sem þjóð erum svo stolt af þeim árangri sem þið hafið þegar náð. Að sjá ykkur spila saman stelpur, það hefur verið ótrúlegt. Gangi ykkur vel í úrslitaleiknum og munið að öll þjóðin stendur þétt við bakið á ykkur.“
Einhverjir eru ósáttir með að Beckham segi „stelpur“ en ekki „konur“ eins og enskir miðlar hafa sagt frá.
„Þetta eru konur David!“ skrifaði reiður samfélagsmiðlanotandi.
Margir tóku í sama streng en aðrir segju að þarna væru menn að búa til úlfalda úr mýflugu.