Nýjasti þáttur Lengjudeildarmarkanna er kominn út og má sjá hann í spilaranum.
Farið er yfir 17. umferð Lengjudeildar karla og að vanda stýra þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson skútunni.
Afturelding missteig sig í fjórða leiknum í röð en ÍA er á svakalegu flugi, eru nú aðeins stigi á eftir toppliðinu úr Mosfellsbænum.
Þá færist áfram spenna í umspils- og botnbaráttuna.
Þetta og margt fleira í þætti kvöldsins.