Bjarni Gunnarsson leikmaður Fjölnis fékk umdeilt rautt spjald í jafntefli gegn Njarðvík í Lengjudeild karla í gær.
Leiknum lauk 1-1 og skoraði Bjarni einmitt mark Fjölnis í lok fyrri hálfleiks.
Skömmu síðar fékk hann beint rautt spjald fyrir tæklingu á Joao Ananias. Ljóst er að dómurinn er nokkuð harður.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Þetta var ekki eina rauða spjald leiksins því Hreggviður Hermannsson í liði Njarðvíkur fékk reisupassann einnig.
Rautt? Gult? pic.twitter.com/LejpAq0Xup
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) July 12, 2023
Djók. Áfram gakk! https://t.co/bZAPzm6U62
— Gula Þruman (@gulathruman) July 12, 2023