fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Everton leggur fram tilboð í Elanga

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 11:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton hefur lagt fram tilboð á bilinu 15-20 milljónir punda í Anthony Elanga, leikmann Manchester United. BBC segir frá þessu.

Hinn 21 árs gamli Elanga var nálægt því að fara á láni til Everton á síðustu leiktíð en ekkert varð af því. Nú gæti hann hins vegar verið seldur þangað.

Elanga spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið United 2021, en hann kom upp í gegnum unglingastarf félagsins.

Síðan hann kom inn í aðalliðið hefur Svíinn skorað fjögur mörk í 55 leikjum en honum mistókst að skora í 26 leikjum á síðustu leiktíð.

United eyddi nýverið 60 milljónum punda í Mason Mount frá Chelsea. Þá vill félagið fá markvörð og framherja.

Það gæti þurft að selja leikmenn á móti og er Elanga hugsanlega á förum til Everton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku