Mason Mount miðjumaður Manchester United spilar sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag þegar liðið mætir Leeds í Osló í Noregi.
Leikurinn hefst klukkan 15:00 á íslenskum tíma en ansi marga vantar í lið United þar sem landsliðsmenn eru ekki komnir til baka úr fríi.
Lisandro Martinez er mættur aftur meiðsli og Jadon Sancho er á sínum stað.
Mount var keyptur fyrir 55 milljónir punda frá Chelsea á dögunum og verður að öllum líkindum í byrjunarliði í dag.
Svona er líklegt byrjunarlið United í dag.