Tahith Chong fyrrum kantmaður Manchester Untied verður í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en Luton er að kaupa hann.
Luton er komið upp í ensku úrvalsdeildina en Chong verður keyptur frá Birmingham á 4 milljónir punda.
Chong sem er frá Hollandi hefur sjálfur samið við Luton um kaup og kjör.
Chong er 23 ára gamall en Birmingham keypti hann fyrir ári síðan og átti hann ágætis tímabil í Championship deildinni.
Chong kom 16 ára gamall til United en hann fékk örfáa leiki með aðalliði félagsins en fór víða á lán.