Romelu Lukaku framherji Chelsea ætlar sér ekki að mæta til London og fara á æfingar hjá Chelsea. Ætlar hann að vera með vesen til að komast til Inter.
Lukaku var keyptur til Chelsea frá Inter sumarið 2021 fyrir 97,5 milljónir punda. Hann var svo lánaður til Inter á síðustu leiktíð.
Ítalska félagið vill kaupa Lukaku í sumar en félögin eru ekki sammála um verðmatið á framherjanum frá Belgíu.
Ítalskir miðlar segja að Lukaku muni neita að mæta til æfinga hjá Chelsea um helgina og ætli sér að komast til Inter.
Juventus og lið í Sádí Arabíu vilja kaupa Lukaku en hann vill til Inter og virðist til í að gera ýmislegt til að komast frá Chelsea.