Cassia Laurenco, kærasta knattspyrnumannsins Eder Militao, fær nú á baukinn fyrir klæðaburð í afmæli dóttur hans.
Militao, sem er á mála hjá Real Madrid og Laurenco tóku saman fyrr á þessu ári.
Brasilíumaðurinn og Karoline Lima barnsmóðir hans slitu sambandi sínu í fyrra er hún var ólétt af dóttur þeirra.
Militao og Laurenco voru einmitt í afmæli hjá eins árs dótturinni en klæðaburður hennar hefur ratað í heimspressuna.
Hefur hún fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni og vilja margir meina að klæðaburðurinn sé óviðeigandi fyrir barnaafmæli.
Dæmi hver fyrir sig.