Al Hilal í Sádi-Arabíu hefur staðfest komu Sergej Milinković-Savić.
Hinn 28 ára gamli Milinković-Savić kemur frá Lazio, en hann hefur verið lykilmaður ítalska liðsins undanfarin ár.
Eins og allir vita hefur sádi-arabíska deildin sankað að sér stjörnum undanfarið.
Hjá Al Hilal hittir Milinković-Savić fyrir þá Rúben Neves og Kalidou Koulibaly sem komu frá Wolves og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni fyrr í sumar.
Al Hilal greiðir Lazio 40 milljónir evra fyrir serbneska miðjumanninn.
Deals Done ✅#Savić_Hilali ✍🏻💙 pic.twitter.com/jH68iRpUZj
— AlHilal Saudi Club (@Alhilal_EN) July 12, 2023