Al Hilal í Sádí Arabíu hefur boðið 25,5 milljónir punda í Aleksandar Mitrovic framherja Fulham. Vill framherjinn frá Serbíu fara þangað.
Al Hilal er eitt af stóru liðunum Í Sádí og hefur félagið keypt Kalidou Koulibaly og Ruben Neves í sumar.
Mitrovic skoraði fjórtán mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og átti góða spretti.
Fulham keypti Mitrovic frá Newcastle árið 2018 fyrir 25 milljónir punda en hann hefur raðað inn mörkum fyrir félagið.
Mitrovic er einn af mörgum sem vill komast til Sádí enda hækka laun flestra all hressilega við það að fara þangað.