Erling Haaland, einn besti knattspyrnumaður í heimi tók þátt í viðburði sem tískurisinn, Dolce & Gabbana, var með á Ítalíu í vikunni.
Þar var einnig ein þekktasta kona í heimi, Kim Kardashian en bæði hún og Haaland eiga í samstarfi við tískurisann.
Bæði eru þau sendiherrar fyrir Dolce & Gabbana en Haaland sést oft og ítrekað í fötum frá fyrirtækinu. Haaland var þó ekki einn á ferðinni því norska unnusta hans, Isabel Johansen var með í för.
Kardashian virðist hafa nokkurn áhuga á fótbolta en hún mætti á leiki hjá Arsenal og PSG í vor.
Þá sást hún í Bandaríkjunum á dögunum þar hún virðist afar náin hinum magnaða Kylian Mbappe sem ásamt Haaland er í hópi bestu knattspyrnumanna í heimi.