Rasmus Hojlund, framherji Atalanta, hefur undanfarið verið orðaður við Manchester United.
Þessi tvítugi leikmaður hefur heillað á Ítalíu og vakið áhuga United. Enska félagið sárvantar þá framherja.
Talið er að Hojlund sé fáanlegur fyrir um 50 milljónir punda.
Daninn ræðir í nýju viðtali erfiðasta mótherja sem hann mætti á fyrsta tímabili sínu á Ítalíu eftir komuna frá Sturm Graz í fyrra.
„Ég lenti í mestu vandræðunum þegar ég mætti Chris Smalling. Hann er klár, lipur, snöggur og sterkur líkamlega,“ segir Hojlund.
„Ég reyndi að vinna einvígi við hann með því að nota líkamlegan styrk minn en það dugði ekki til.“
Smalling gekk einmitt í raðir Roma frá United 2019, fyrst á láni og svo endanlega.