Það virðist vera nokkuð ljóst að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill losna við Thiago en ítrekaðar fréttir um að hann gæti verið á förum birtast þessa dagana.
Fanatik í Tyrklandi segir að Thiago sé nú í viðræðum við Galatasaray en stórliðið vill krækja í hann.
Thiago hefur verið sterklega orðaður við lið í Sádí Arabíu en er ekki sagður spenntur fyrir því.
Liverpool hefur verið að styrkja miðsvæði sitt undanfarið og er talið að Thiago fái ekki mikinn spilatíma í ár.
Thiago hefur átt góða tíma hjá Liverpool en þessi 32 ára gamli leikmaður hefur ekki náð að halda heilsu til að spila alla leiki.
Galatasaray vann deildina í Tyrklandi á síðustu leiktíð en vill styrkja liðið sitt fyrir átök í Meistaradeildinni í vetur.