fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Allt í rugli í Njarðvík og spjótin standa að Arnari – „Búinn að búa til vesen þarna tvisvar og menn hljóta að vera að ræða málin“

433
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið fjaðrafok í kringum lið Njarðvíkur í Lengjudeild karla þessa stundina. Liðinu gengur illa innan vallar en vandamálin utan vallar eru í brennidepli.

Það má ætla að Arnar Hallsson þjálfari sé í fremur heitu sæti í Njarðvík en liðið hefður ekki unnið í sex leikjum í röð og er í fallsæti Lengjudeildarinnar. Þá eru mál utan vallar mikið í umræðunni.

Á dögunum sagði Arnar að Rafael Victor, leikmaður liðsins, hefði líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Njarðvík og gagnrýndi hann hugarfar leikmannsins. Rafael var kominn aftur í byrjunarlið Njarðvíkur í tapi gegn ÍA í síðasta leik.

„Þetta er að einhverju leyti neyðarlegt. Ég held að Arnar þurfi stundum að taka leiðinlega gæjann á þetta í viðtölum, segja bara: „Við erum að skoða hans mál og sjáum svo til.“ Í staðinn fyrir að stíga fram og segja að hann sé að fara á næstunni,“ segir Hrafnkell Freyr Ágústsson í Lengjudeildarmörkunum á 433.is.

video
play-sharp-fill

Þá er Marc McAusland, fyrirliði Njarðvíkur, sagður á förum frá félaginu vegna ósættis við Arnar.

„Hann er fyrirliði liðsins og stór karkter í fótboltanum í Njarðvík. Hann er búinn að vera þarna lengi og vel metinn, bæði sem yngri flokka þjálfari og leikmaður.

Það var ósætti sem kom upp á æfingu daginn fyrir leikinn á móti Skaganum.“

Þáttastjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson spurði Hrafnkel hvort hann teldi leikmenn vera að kaupa það sem Arnar reynir að selja þeim.

„Ég er á báðum áttum með það. Þetta er oft rosalegar kröfur og mikils til ætlast af mönnum sem eru kannski bara í 8-16 vinnu. Hann vill rosalega mikið. Menn fýla þetta við hann en stundum fer hann bara fram úr sér held ég.

Nú er hann búinn að búa til vesen þarna tvisvar og menn hljóta að vera að ræða málin,“ segir Hrafnkell.

Umræðan í heild er í spilaranum hér ofar og þátturinn í held hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“
Hide picture