Dynamo Kiev í Úkraínu er verulega ósátt við Fenerbache og þá ákvörðun félagsins að vera í æfingabúðum í Rússlandi þessa stundina.
Fenerbache tekur þátt í æfingamóti í Rússlandi en félagið tapaði gegn Zenit frá Pétursborg í æfingaleik.
Fenerbache leikur svo gegn liðum frá Serbíu og Aserbaídsjan en báðir leikirnir fara fram í Rússlandi.
Stuðningsmenn Fenerbache sungu nafn Vladimir Putin á heimaleik á síðasta ári, skömmu eftir innrás Rússlands í Úkraínu.
„Þið erum með blóð á höndum ykkar,“ segir í færslu á Instagram frá Dynamo Kiev þar sem merki Fenerbache er birt með.
Rússar fá ekki að taka þátt í Evrópuleikjum vegna innrásarinnar í Úkraínu en þessi ákvörðun Fenerbache vekur nokkra furðu.