Mason Mount nýjasti leikmaður Manchester United leitar nú að framtíðar heimili fyrir sig og nýja unnustu sína í Manchester borg.
Ensk blöð segja að Mount hafi fundið sér nýja kærustu sem er Claire Grossman frá Bandaríkjunum.
Grossman er áhrifavaldur í Bandaríkjunum en hún og Mount hafa verið að hittast undanfarna mánuði.
Grossman mætti á leik hjá Chelsea á síðustu leiktíð og parið fór svo saman í frí til Grikklands á dögunum.
Mount er 24 ára gamall en Grossman er afar vinsæl á TikTok en hún þarf að venjast nýju lífi í Mancehster borg þar sem rignir reglulega.