Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford á von á sínu öðru barni með eiginkonu sinniu, Megan en þau greina frá þessu á samfélagsmiðlum.
Fyrir eiga þau einn strák en enski landsliðsmarkvörðurinn skorar utan vallar en reynir að verjast innan vallar.
Pickford og Megan hafa verið saman um langt skeið og kynntust þegar hann var leikmaður Sunderland.
Pickford hefur svo undanfarin ár leikið með Everton og þar hefur fjölskyldan stækkað.
Pickford er fyrsti kostur í mark enska landsliðsins og hefur verið þar undanfarin ár með ágætis árangri.