Það er svo sannarlega ekki óalgengt að knattspyrnustjörnur noti samskiptamiðla til að heilla eða spjalla við dömur.
Ein af þeim sem getur staðfest það er fyrirsætan Raquel Reitx sem er með yfir 500 þúsund fylgjendur á Instagram.
Hún hefur í gegnum tíðina fengið fjölmörg skilaboð frá knattspyrnumönnum sem virðast allir notast við sömu taktík.
Raquel greinir sjálf frá þessu en hún segir að stjörnurnar séu alls ekki frumlegar þegar þeir vilja eitthvað meira en samtal.
,,Ég býst við því að þeir ræði allir saman í búningsklefanum um hver besta leiðin sé til að ná árangri í þessu,“ sagði Raquel.
,,Þeir gera allir það sama. Þeir senda Emoji sem sýnir eld en þeir eru lítið fyrir það að skoða þitt ‘story.’
,,Þeir senda þennan Emoji og ef þú svarar þeim ekki þá er þessu eytt um leið. Þetta er alltaf það sama.“