Paris Saint-Germain er búið að smella 200 milljóna evra verðmiða á framherjann Kylian Mbappe.
Þetta fullyrðir RMC Sport í Frakklandi en heimildir miðilsins eru oft á tíðum góðar þegar kemur að franska stórliðinu.
Mbappe gæti losnað frítt frá PSG næsta sumar en hann hefur mánuð til að ákveða sig hvort hann skrifi undir eins árs langa framlengingu.
Ef ekki þá ætlar PSG að heimta 200 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er einn sá besti í heimi.
Real Madrid hefur mest verið orðað við Mbappe en félagið hefur nú þegar keypt Jude Bellingham frá Dortmund í sumar.