Jose Mourinho er óvænt að horfa til síns fyrrum félags, Manchester United, í leit að leikmanni.
Mourinho er sagður horfa til Scott McTominay, miðjumanns Man Utd, sem er til sölu fyrir rétt verð.
Mourinho vann með McTominay á Old Trafford á sínum tíma en hann er í dag stjóri Roma á Ítalíu.
Útlit er fyrir að lítið pláss verði fyrir McTominay á næstu leiktíð, sérstaklega eftir komu Mason Mount frá Chelsea.
Blaðamaðurinn virti Gianluca Di Marzio greinir frá en McTominay er einn af mörgum sem Roma horfir til.