Cristiano Ronaldo er víst ekki mikill aðdáandi tölvuleikja og neitar að spila leikinn FIFA við liðsfélaga sína í portúgalska landsliðinu.
Þetta segir Diogo Jota, leikmaður Liverpool, en hann spilar með Portúgal líkt og Ronaldo.
Jota var spurður út í tölvuleikinn FIFA og hvort Ronaldo væri einhvern tímann til í að spila við landa sína.
Það er ekki eitthvað sem Ronaldo hefur áhuga á en hann virðist eyða litlum sem engum tíma í tölvunni.
,,Ég er nokkuð viss um það að Ronaldo sé ekki hrifinn af tölvuleikjum,“ sagði Jota í samtali við FourFourTwo.
Hann var svo spurður út í það hvort Ronaldo myndi forðast það að spila tölvuleikinn FIFA þar sem hætta væri á að hann myndi tapa.
,,Það er nákvæmlega þannig! Hann er með gríðarlega mikið keppnisskap.“