Megan Rapinoe er nafn sem margir kannast við en hún er fyrirliði bandaríska kvennalandsliðsins.
Rapinoe hefur staðfest það að hún sé nú að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið í Bandaríkjunum.
Rapinoe hefur barist fyrir réttum kvenna í knattspyrnu í mörg ár og verið fyrirmynd fyrir marga.
Hún hefur leikið 199 landsleiki fyrir Bandaríkin og er á mála hjá OL Reign í efstu deild í heimalandinu.
Þessi öflugi miðju eða vængmaður hefur leikið með fjölmörgum liðum og má til dæmis nefna Lyon í Frakklandi sem er eitt fremsta lið heims í kvennaknattspyrnu.