Valdimar Þór Ingimundarson átti stórleik fyrir lið Sogndal sem spilaði gegn Jerv í norsku B-deildinni í dag.
Valdimar byrjaði leikinn ásamt Jónatani Inga Jónssyni en Sogndal vann sannfærandi 5-1 heimasigur.
Valdimar gerði sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk í sigrinum ásamt því að skora þriðja mark liðsins.
Jónatan hefur verið frábær á tímabilinu fyrir Sogndal en hann komst ekki á blað og var tekinn af velli á 67. mínútu.
Brynjólfur Andersen Willumsson var þá á skotskónum fyrir lið Kristiansund og skoraði eitt mark í 3-2 tapi gegn Raufoss.