Sergio Aguero, goðsögn Manchester City, hefur nefnt þrjá bestu framherja í sögu fótboltans.
Athygli vekur að Cristiano Ronaldo fær ekki pláss á þessum lista en hann er markahæsti landsliðsmaður frá upphafi.
Aguero ákvað þess í stað að velja hinn brasilíska Ronaldo sem fær pláss ásamt Thierry Henry og Luis Suarez.
Henry er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal og þá spilaði Suarez fyrir lið eins og Liverpool og Barcelona.
,,Ronaldo Nazario, Thierry Henry og Luis Suarez – í þessari röð,“ sagði Aguero og hefur hann fengið töluverða gagnrýni fyrir það val.
Aguero er sjálfur einn besti framherji í sögu ensku úrvalsdleildarinnar en hann lagði skóna á hilluna 2021.