Knattspyrnustjarnan Erling Haaland gerði allt brjálað á síðustu leiktíð er hann raðaði inn mörkum fyrir Manchester City.
Norðmaðurinn vakti gríðarlega athygli fyrir sína frammistöðu er Man City fagnaði þrennunni í fyrsta sinn.
Liðið vann deildina, enska bikarinn og Meistaradeildina sem hefur aldrei gerst áður í sögu félagsins.
Haaland er nú í sumarfríi ásamt kærustu sinni Haugseng Johansen en þau koma bæði frá Noregi.
Ný hárgreiðsla Haaland hefur fengið rosalega gagnrýni en hann er nú með fléttur sem kærasta hans sá um að gera.
Hann er grátbeðinn um að mæta ekki svona til leiks næsta vetur en enska deildin byrjar eftir rúmlega mánuð.
,,Gerðu það fyrir okkur öll og ekki láta sjá þig svona á vellinum,“ sagði einn við myndirnar af Haaland og bætir annar við: ,,Þetta er ljótasta hárgreiðsla sem ég hef séð.“
Myndir af þessu má sjá hér.
?
*