Það er svo sannarlega óljóst hvað sóknarmaðurinn Joao Felix gerir í sumar en hann er samningsbundinn Atletico Madrid.
Felix stóð sig nokkuð vel með Chelsea á síðustu leiktíð en hann var lánaður til félagsins í janúar.
Portúgalinn skoraði fjögur mörk í 16 leikjum fyrir Chelsea en félagið virðist ekki ætla að kaupa hann endanlega.
Nú er það staðfest að Felix fær ekki að klæðast sjöunni hjá Atletico í vetur, númerið sem hann var með áður.
Það gæti gefið í skyn að Felix sé á förum í sumarglugganum en hvert verður haldið er óljóst að svo stöddu.
Antoine Griezmann mun fá sjöuna hjá Atletico í stað Felix.