fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Mikael botnaði ekki í umræðunni og segir hana hafa orðið Blikum að falli – „Tala eins og það séu tvö lið á Íslandi“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 8. júlí 2023 09:00

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Mikael Nikulásson segir umræðuna í kringum Breiðablik og Víking R. hafa verið á þann veg að þau væru einu lið landsins eftir leik þeirra fyrr í sumar. Hann segir það hafa komið í bakið á fyrrnefnda liðinu.

Liðin mættust í rosalegum leik á Kópavogsvelli. Lauk honum 2-2 og var mikill hiti eftir leik.

Síðan hafa Blikar dottið aftur úr í Bestu deildinni og eru 13 stigum á eftir toppliði Víkings og 5 stigum á eftir Val í öðru sætinu.

„Ég talaði um það þegar öll lætin voru eftir leik Breiðabliks og Víkings að hin liðin ættu að nýta sér það. Þessi lið og þessir stuðningsmenn tala eins og það séu tvö lið á Íslandi,“ sagði Mikael í Þungavigtinni í vikunni.

Margir vildu sjá Breiðablik og Víking mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í ár en svo verður ekki eftir tap fyrrnefnda liðsins gegn KA í undanúrslitum í vikunni. Talað var um að áhorfendamet gæti verið sett í Laugardal í úrslitaleik liðanna sem nú verður ekkert af.

„Það hefði aldrei verið sett áhorfendamet á Breiðablik-Víkingur. Það geta alveg mætt 3 þúsund manns frá Akureyri og svo er fullt af fólki í bænum sem heldur með KA. Það geta líka komið 3-4 þúsund KR-ingar á leikinn ef þeir halda áfram að vinna og KA og KR mætast í úrslitum.

Þessi lið eru búin að tala eftir þennan leik eins og þau væru tvö í þessu. Ég sagði Völsurum að nýta það og þeir hafa gert það,“ segir Mikael.

„Eftir þennan Víkingsleik finnst mér Breiðablik gjörsamlega hafa klikkað. Það verður bara að segjast eins og er og gögnin sýna það.

Menn fóru aðeins of hátt upp og það hefur komið í bakið á Blikunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu