fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Rómantíska ferð Grealish á enda – Mættur til Ibiza og hellti vel í sig í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir rómantíska ferð með kærustu sinni í Suður-Frakklandi er Jack Grealish mættur aftur á sinn uppáhalds stað í heiminum, Ibiza.

Grealish var mættur á eyjuna fögru í gær og skemmti sér konunglega. Eins og alltaf þegar Grealish skemmti sér þá stal hann sviðsljósinu.

Grealish var mættur upp á svið með plötusnúðnum DJ Fisher og skemmti sér vel, hann var hrókur alls fagnaðar.

Grealish leikmaður Manchester City mun seint gleyma þessu sumri, eins og flestum er kunnugt tók Grealish gott þriggja daga fyllerí eftir að Manchester City vann þrennuna.

Kauði fór svo í landsleiki með Englandi áður en hann fór með vinum sínum til Las Vegas og var þar í sex daga.

Grealish hafði svo undanfarna daga verið í Frakklandi með kærustu sinnu, Sasha Attwood en er nú mættur til Ibiza til að nýta síðustu dagana sína í sumarfríi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron Elís missir af lokaleik Víkings

Aron Elís missir af lokaleik Víkings
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær