Real Madrid hefur staðfest kaup sín á Arda Guler frá Fenerbache en kauði er í flugvél á leið frá Tyrklandi til Spánar, til að skrifa undir.
👋 @10ardaguler 👋#WelcomeArda pic.twitter.com/ba7ggjDj4y
— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) July 6, 2023
Guler er vonarstjarna Tyrklands í fótboltanum en allt benti til þess að hann væri á leið til Barcelona.
Real Madrid mætti hins vegar á svæðið og samdi við Fenerbache og gekk frá klásúlu sem var í samningi hans og bætti ofan á hana.
Guler er fæddur árið 2005 en hann er sóknarsinnaður leikmaður sem miklar vonir eru bundnar við.
Real marid greiðir aðeins 20 milljónir evra fyrir Guler sem telst ansi lítið en hann mun á næstu dögum ganga frá samningi sínum við Real Madrid.