Samkvæmt fréttum á Ítalíu á Newcastle í viðræðum við hinn 36 ára gamla varnarmann, Leonardo Bonucci sem ætlar að hætta í fótbolta á næsta ári.
Bonucci á eitt ár eftir af samningi sínum við Juventus en hann hefur boðað það hætta.
Newcastle er samkvæmt fréttum á Ítalíu í viðræðum við kauða og hefur hann áhuga á að taka lokasprettinn á ferli sínum á Englandi.
Bonucci hefur átt frábæran feril og var hluti af landsliði Ítalíu sem vann Evrópumótið árið 2021.
Auk þess að hafa verið í Juventus hefur Bonnucci meðal annars spilað með AC Milan en hefur iðulega liðið best í svart hvítu sem er einnig litur Juventus.