Chelsea er að skoða það að kaupa Paulo Dybala sóknarmann Roma sem fæst á útsöluverði vegna klásúlu sem er í samningi hans.
Dybala kom til Roma fyrir ári síðan og var sett 10 milljóna punda klásúla í samning hans.
Dybala hafði upplifað erfið ár í boltanum en fann taktinn hjá Roma og er nú að skoða sín mál.
Guardian segir að Mauricio Pochettinho skoði það að fá samlanda sinn frá Argentínu enda er hann ódýr og gæti styrkt liðið mikið.
Dybala var hluti af HM hópi Argentínu sem varð Heimsmeistari í desember en hann hefur lengi verið orðaður við lið á Englandi.