AC Milan er langt komið með að ganga frá samkomulagi við Chelsea um kaup á Christian Pulisic. Chelsea heldur því áfram að losa leikmenn.
Pulisic vill fara frá Cheslea og félagið er svo sannarlega til í að selja hann fyrir rétt verð.
Lyon bauð 25 milljónir evra í Pulisic en hann vill frekar fara til Milan og hefur því veðið rólegur.
Nýjasta tilboð Milan er mjög nálægt því sem Chelsea vill fá og munu viðræður um það halda áfram.
Pulisic hefur aldrei fundið sinn rétta takt á Englandi eftir að enska félagið krækti í hann frá Borussia Dortmund þar sem hann átti frábæra tíma.
Chelsea er búið að selja Mason Mount, Edouard Mendy, Kalidou Koulibaly, Kai Havertz og fleiri í sumar.