Manchester United hefur staðfest komu Mason Mount til félagsins. Skiptin hafa legið í loftinu lengi.
Enski miðjumaðurinn kemur frá Chelsea og skrifar undir fimm ára samning á Old Trafford.
United greiðir Chelsea 55 milljónir punda með möguleika á 5 milljónum til viðbótar.
Mount er uppalinn hjá Chelsea en átti aðeins ár eftir af samningi sínum og vildi ekki skrifa undir nýjan.
United staðfestir komu Mount með meðfylgjandi myndbandi.
The excitement is mounting.
🕚#MUFC pic.twitter.com/OdNuN0sU7a
— Manchester United (@ManUtd) July 5, 2023